Gæti trúað því að verðlagið hafi meiri áhrif ...

Ekki ætla ég að vera að tala niður tóbaksvarnir en ég tel að þarna sé verið að hreykja sér af árangri sem telur fleiri atriði.  Tóbaksverð hefur hækkað all verulega á seinustu árum og einhvern tíman heyrði ég að ef tóbak hækkaði um 10% þá hættu 2% reykingamanna bara við það eitt.  Þegar ég var með mitt fyrirtæki þá seldi ég tóbak þar líka og þá var ég að berjast í að halda verðinu á pakkanum í kringum 500 kallinn og var það aðalega gert fyrir kúnnana og svona fellow-smokers.  Hins vegar var ég í bíl um helgina með félaga mínum og við stoppuðum í nesti svo að hann gæti keypt sér einn pakka ... 915 krónur takk fyrir ... og það fylgdi ekkert með ... maður hefðu nú haldið að það væru alla vega 30 réttur í pakkanum eða frí pylsa og kók með Tounge

Svo er það þetta blessaða reykingabann á veitingastöðum.  Það telur háa prósentu í fækkun reykingafólks gæti ég trúað.  En að sama skapi gæti ég trúað að það telji álíka háa % í minnkandi viðskiptum á kaffihúsum.  Ég er algerlega þeirrar skoðunar að eigandi staðarins ráði einn og sér hvort að reykingar séu leyfðar í hans húsnæði eða ekki.  Það var á tímabili eitthvað píp um að aumingja starfsfólkið yrði að vinna í þessum óskapnað.  Uhmm.. það neyddi mig engin til að vinna á bar á sínum tíma.  Ef að maður ræður sig í vinnu í sláturhúsi þá þýðir lítið að væla yfir öllum dauðu dýrunum eða blóðlyktinni.

En jæja, nú er ég farinn að röfla út í loftið bara.  Bottomline er að forvarnir Lýðheilsustöð eru góðar en bönn reykinga á veitingahúsum og verðið er að hafa mun meiri áhrif á fækkun reykingafólks heldur en nokkuð annað. 


mbl.is Tóbaksvarnir hafa haft áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband