Ó, er opin dagskrá?

Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þessa frétt. "Við munum áfram vera með opna dagskrá alla virka daga, en ætlum að auka áherslu okkar á afþreyingu,” segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjá miðla ehf. í fréttatilkynningu."  Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt af opinni dagskrá hjá Skjá einum eftir að þeir læstu.  Ég horfði á fréttirnar hjá þeim held ég tvisvar sinnum en það var bara til að rifja upp gömul kynni frá því að morgunsjónvarpið var á Stöð 2 á sínum tíma.  Ég gafst þó fljótlega upp þar sem að fréttaflutningurinn var bara ekki neitt sérstakur.  Síðan þá hefur Skjár einn verið alveg gleymdur hjá mér.  Stöðin er læst, ég vil ekki borga og þar af leiðandi stilli ég bara ekki á þesa stöð. 

Hins vegar skal ég viðurkenna það að þegar hún var frí þá horfði ég einna mest á hana af öllum stöðvunum.  Margir kvörtuðu undan auglýsingunum sem voru inni í þáttum og inn á milli þátta en mér fannst það brilliant.  Stöðin var ókeypis og einhvers staðar urðu þeir að fá sínar tekjur.  Ég skildi sætta mig við allar þær auglýsingar sem þeir vildu sýna mér fyrst að ég var að fá þessa þjónustu frítt.  Ég væri svo til í að sjá þessa stöð fría aftur og persónulega finnst mér að það eigi leyfa fólki að velja sjálft hvað það borgar fyrir.  Annað hvort ættu allar stöðvar að fá jafnt af nefskattinum sem við þurfum öll að borga og leyfast að auglýsa eins og þá lystir.  Eða að hafa áskriftargjald og mega ekki auglýsa á útsendingartíma sínum.  Ósköp klippt og skorið.  Auðvitað færi RÚV á hausinn en það yrði þá bara að bíta í það.

Ég á nú ekki von á því að fara að stilla yfir á Skjá einn eitthvað sérstaklega bara til að sjá þessa fáu þætti sem eru í opinni dagskrá og ég á ekki von á því heldur að Skjár einn hætti sem áskriftarstöð úr þessu, ekki með 44 mills á mánuði í áskriftargjöld.  Það væri gaman en frekar ólíklegt.  Kannski gerist það einhvern tíman í réttlátu Íslandi þar sem að allir fá að sitja við sama borð en þangað til þá held ég bara áfram að horfa á það sem mig langar að sjá, streaming á netinu, hvort sem það er sýnt á Stöð 2, Rúv eða Skjá einum.  ... og án auglýsinga Wink

Góðar stundir


mbl.is Fréttaútsendingar hætta á Skjánum eftir páska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leyfast?

Bjartur (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband