Er fjöldi skilnaða þá sambærilegur?

Í kreppunni á ég ekki von á því að fólk sé mikið í því að kaupa sér mikið að fasteignum nema þá nauðbeygt.  Spurning um að kanna fjölda hjónaskilnaða síðan að kreppan skall á og bera þá saman við fjölda þinglýstra kaupsamninga.  Ég gæti vel trúað að þetta haldist í hendur því miður. 

Svo er náttúrulega alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þarna séu erlendir aðilar að hasla sér völl með því að kaupa eignir af fólki sem er á hvínandi kúpunni og búið að lækka fasteignir sínar umtalsvert.  Svo hefur reyndar fólksflótti frá Íslandi aukist til muna og fólk kannski vill síður sitja uppi með óseldar eignir á Íslandi í byrjun nýs lífs í nýju landi.

Samt sem áður þá læðist einhvern vegin alltaf að mér sá grunur að þarna séu fasteignasalar jafnvel sjálfir á ferð í kaupum og sölum sín á milli.  Leiðinleg hugsun en ég fæ þetta alltaf á tilfinninguna.


mbl.is Þokkaleg fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband