Ömurlegt að segja það en .. I told you so ..

Mér þykir ömurlegt að sjá þessa þróun þrátt fyrir að vera nýbúinn að blogga um þetta.  Það sem að mér finnst hvað sorglegast við þetta er að við(almúginn) erum föst í vítahring.  Flest erum við háð bílunum okkar að einhverju leiti og þá sérstaklega þeir sem búa eða vinna á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum því að kaupa bensín/olíu af þessum fáu félögum sem hafa tögl og haldir á bensínverði hér á landi og dansa mjög svo samstíga sama dansinn alla daga.

Auðvitað eru ráð til eins og að nota strætó eða fjölmenna saman í bíl en inni í því er náttúrulega ákveðin frelsissvipting sem við viljum helst ekki.  Einnig er hægt að fá sér rafmagnsbíl eða vetnisbíl en þar er startkostnaðurinn gífurlegur og við getum gengið út frá því að fólk eigi enga peningastafla í dag til að henda í svoleiðis.  Sjálfur væri ég alveg til í að eiga rafmagnsbíl en eins og málin standa hjá mér í dag þá er það borin von.  Það verður kannski seinna. :)

Ég var búinn að segja að við næðum 300 kallinum fljótt eins og hækkanirnar eru búnar að vera.  Ég ætla að leyfa mér að skjóta á að áður en þetta ár er liðið þá verði bensínlíterinn kominn í 250 krónur.  Kannski er ég fullbjartsýnn og að líterinn verði orðinn miklu hærri.  En ég vona ekki.  Ég vona alla vega að ég nái að skipta yfir í rafmagnsbíl áður en 300 múrinn verður rofinn.


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband