Mikið hljóta rauðsokkur að vera ánægðar,

Don´t get með wrong, ég er fyllilega samþykkur jafnréttis og sé engan mun á körlum og konum frekar en svörtum og hvítum, rétthentum og örvhentum eða dökkhærðum og ljóshærðum, rauðhærðum eða jafnvel sköllóttum.  Launamunur kynja fyrir sömu vinnu á hreinlega ekki að vera til, og hana nú! Wink 

En mikið held ég að þeir sem hæst hafa haft um konur í stjórnunarstöðum, launamun kynjana og karlastörf og kvennastörf séu ánægðir núna.  Nógu mikið er nú rætt um þetta af kvennrembum landsins, hvort sem það eru karlkyns eða kvennkyns kvennrembur.

Fyrst Landsbankinn og nú Glitnir.  Annars skil ég ekkert í þessum konum að gangast við störfunum á þessum tímapunkti, ekki nema að þeim hafi verið boðin svona góð laun, ofurlaun eins og fyrrennarar þeirra voru á.  Ef að einhver aðili setur fyrirtæki gjörsamlega á aðra hliðina þannig að eftir standa brunarústirnar einar saman þá þyrfti alla vega að bjóða mér hrikalega góð laun til að taka að mér hans starf eftir að sá hinn sami er horfinn á brott.  Helst hefði ég lagt til að þessir sömu aðilar væru skikkaðir til að taka sjálfir til eftir sig og svo þegar því væri lokið að þá væru þessir sömu menn reknir með skömm.  Þá fyrst væri hægt að ráða nýja bankastjóra sem geta unnið vinnu sína í friði án þess að yfirþyrmandi skuggi forveranna skyggi á allt starfsumhverfið.

En eins og málin standa þá verður maður bara að óska nýju bankastýrunum velfarnaðar í starfi. Wink


mbl.is Þóra er formaður Nýs Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Auður Capital banki

Guðmundur Benediktsson, 13.10.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband