Veri þau öll bara hjartanlega velkomin :o)

Það kemur mér á óvart hversu stór tala þetta er.  Það kemur mér líka á óvart að brotthvarf hafi ekki verið meira síðan allt fór á hvolf hérna á skerinu.  Flest af þessu fólki á hrós skilið fyrir það hversu vel þau hafa aðlagast landi og þjóð.  Flestir standa sig mjög vel í sinni vinnu og að læra tungumálið sem er að mínu mati eitt það mikilvægasta.  Í minni vinnu þarf ég iðulega að tala við innflytjendur og ég tek ofan fyrir þeim í hvert skipti sem innflytjandi reynir að tala íslensku við mig, þó svo að þau skipti yfir í ensku síðar í samtölunum.

Innflytjendur hafa liðið fyrir þessi skemmdu epli í tunnunni og er ég harður á því að erlendir afbrotamenn eigi að vera sendir til síns heima med det samme ef þeir brjóta af sér.  Það er að segja ef að þau hin sömu séu ekki orðin íslensk skv. lögum.  Þrátt fyrir allt er ég ennþá á sömu skoðun og í fyrra bloggi mínu.

Ég blæs á allt þetta tal um að innflytjendur séu að taka vinnuna "okkar" og fullyrði að á komandi árum verði bara aukning í útlenskum Íslendingum hér á landi.  Ég tel að þegar öldurnar lægja og uppbygging hefst af fullum krafti þá verður það með góðum stuðning innfluttra.  Því þrátt fyrir allt þá eru það góðar fréttir að fólk vilji enn búa og flytjast til Íslands á þessum tímum. 

Verum góð við hvert annað. Góðar stundir.


mbl.is Innflytjendur 9% Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband