23.9.2008 | 18:24
Jahhá!!
Þetta þykja mér sorgleg viðbrögð ungra Íslendinga, að útlendingar séu á lægri launum. Að sjálfsögðu eiga allir að vera á sömu launum fyrir sömu vinnu. Þetta er eins og að halda því fram að konur eigi að vera á lægri launum en karlar. Sem er náttúrulega fásinna.
Á meðan fólk af erlendu bergi brotið vinnur jafn vel og innfæddir þá skildi maður ætla að þeir fengju sömu laun og innfæddir og að sama skapi að ef hinir erlendu skila vinnu sinni betur þá ættu þeir að fá hærri laun en innfæddir.
Jafnrétti skal ríkja. Það er ekki sanngjarnt að einhverjir séu á hærri launum en aðrir sem vinna sömu vinnu af því að þeir eru fæddir í öðru landi, séu með typpi eða af því að þeir séu ekki með typpi eins og virðirst tíðkast í minni vinnu.
Góðar stundir.
Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.