23.9.2008 | 19:53
Hvar eru sparimerkin núna?
Sparimerki voru skyldusparnaður sem ungt fólk vann sér inn og gat tekið út þann sparnað við 18 ára aldur.
Með vaxandi verðbólgu, yfirvofandi kreppu og það að sífellt er verið að minnka þann tíma sem ungt fólk má vinna þá er skiljanlegt að fólk eigi í erfiðleikum með að leigja eða kaupa í fyrsta skipti.
Þannig er það nú að ég er yngstur af mínum systkinahóp og sá eini sem ekki átti sparimerki. Þetta gerði mér heldur betur erfitt fyrir í mínum fyrstu húsnæðiskaupum. Bankalán var kosturinn til að eiga fyrir útborgun og það má segja að það sé eins og að skjóta sig í fótinn þar sem afborganir voru þungar ofaná allt annað sem þurfti að borga.
Ég hefði gjarnan viljað eiga sparimerki á þessum tíma til að auðvelda mér ástandið eins og systkyn mín. Og nú er unga fólkið í jafnvel enn verri málum en ég var í þar sem að vinnutími krakka er hafður eins stuttur og hægt er og samt er kvartað yfir því að hann sé of langur. Ekki fær fólk sparimerki eins og var og því enginn skyldusparnaður í gangi. Ungt fólk verður því að spara sjálft og passa sig að eyða ekki neinu í skóla erlendis eins og ég gerði. Eða þá í að kaupa sér bíl en ég var nú einu sinni 17 ára líka og veit hversu stór freisting það er. Ég held að málið sé fyrir ungt fólk í dag að búa hjá mömmu og pabba eins lengi og hægt er, leggja eitthvað inn á lokaðann reikning mánaðarlega og skrá sig í skóla til að eiga rétt á fríum strætó í stað þess að borga okurfjár fyrir bensín. ...... nú eða þá að flytja á Akureyri þar sem að frítt er í strætó fyrir alla og engir stöðumælar.
Kreppir að fjárhag unga fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.