26.9.2008 | 21:33
Frábært ... og skiljanlegt.
Ofsalega lít ég upp til íbúa Akranes þegar ég les um hvað er verið að gera fyrir flóttafólkið nýflutta. Þau hafa verið boðin velkomin frá innstu hjartarótum og Akurnesingar boðnir og búnir til að aðstoða. Og það nýjasta að þau fengu gefins gerfihnattadisk til að fylgjast með fréttum frá heimalandinu. Þetta skil ég ákaflega vel. Þrátt fyrir að þau séu nýbúar á Íslandi þá eru þau frá Palestínu og vilji fylgjast með gangi mála þar er bara mannlegt.
Þetta þekki ég vel af eigin raun þar sem ég var um tíma í skóla í Þýskalandi og var svo búsettur í Austurríki. Þó að ég væri þarna úti og gerði mitt besta með að aðlagast samfélaginu þá sóttist ég alltaf eftir að fá fréttir heiman að frá Íslandi. Þetta þekkja eflaust fleiri. Ég þekki þetta reyndar líka af því að konan mín er ekki íslensk og saman höfum við tekist á við þá árekstra sem geta skapast.
Það er leiðinlegt að lesa um það þegar fólk vill bara senda nýbúa aftur heim til sín af því að skoðanir þeirra stangast á. Ég vil meina að allir séu velkomnir til okkar fallega lands svo lengi sem fólk er ekki að brjóta lögin alvarlega eða að þröngva sínum siðum inn á annað fólk. Fínt að hafa sína siði og iðka þá svo lengi sem það er ekki einhver votta jehóva háttur á. Vona að fólk skilji mig.
Ég vona bara að hinir nýju Íslendingar geri sitt besta til að aðlagast samfélaginu okkar hérna á Íslandi og að sama skapi að við reyndari Íslendingar gefum þeim tíma og svigrúm til að aðlagast.
Flóttafólkið fékk gervihnattadisk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.