Umferð á gatnamótum!

Nú vona ég bara að allir í Reykjavík fari varlega í hálkunni og flýti sér ekki um of.  Ég veit að það er erfitt í Reykjavíkurstressinu að hægja á en ég hvet samt fólk til þess.  Ég furðaði mig alltaf á því þegar ég bjó í borginni að um leið og smá snjóföl settist þá sátu allt í einu allir fastir alls staðar.  En það sem verra var að mínu mati þá var það hvernig fólk hagaði sér við gatnamót.  Það hægist á umferð og stundum svo að það er bíll við bíl, þegar umferðarunann kom svo að umferðarljósum þá er eins og allir hugsi bara um eigin rass.  "Það er grænt ljós á mig og þá ætla ég yfir" sama þó að tveir næstu bílstjórar á undan hafi hugsað eins og því sé umferðin stopp þvert yfir gatnamótin.  Þ.a.l. stoppar umferð þvers og kruss yfir gatnamótin og það kemst engin eitt né neitt.

Mín ráð eru því einföld:  Akið varlega og höldum gatnamótunum hreinum.  Þá ætti öll umferðin að ganga betur. Smile


mbl.is Snjókoma í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man ekki betur Sveinki minn en að þú  hafi fest þig í Akraselinu, og verið hálf skömmustulegur hehehe....

Salvar Geir Guðgeirsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband