Ég gef Kaupþingi viku ...

Ja hérna, maður getur varla orðum bundist yfir ástandinu.  Harmafregnum úr íslensku efnahagslífi rignir svo hratt yfir okkur að maður veit ekki hvernig á að snúa sér eða halda.  Fjármálaeftirlitið búið að yfirtaka tvo af stærstu bönkum landsins og landsmenn vita í rauninni ekkert hvert þeir eiga að snúa sér með þá aura sem þeir vinna sér inn, sumir eru búnir að snúa sér aftur að gamla Kaupfélaginu, kannski KEA verði aftur ráðandi hérna á norðurlandinu bara.  Fólk talar um að þessi auka lífeyrissparnaður sem að margir hafa lagt fyrir í sé bull núna ef að sá peningur sem að íslenska þjóðin, NB ekki bankarnir, er búin að leggja fyrir á að vera nýttur til að bjarga fjármálastofnunum sem hafa spilað rassinn úr buxunum. 

Nýjar fréttir berast stöðugt og virðist ekki alltaf bera saman dags frá degi.  Í gær var til dæmis allt í góðu í Landsbankanum.  Í gær var líka allt í góðu í Kaupþingi.  Ég hugsa að ég gefi þeim viku miðað við allt.  Ég er ekki mikill spámaður en ég tel að FME verði búnir að taka þá yfir innan þess tíma.

Ráðamenn róa lífróður í að redda klinkinu og eru í samningaviðræðum við fullt af þjóðum, virðast ætla að taka rússum fagnandi og eru að sama skapi sárir yfir Bandaríkjamönnum yfir að koma ekki hlaupandi aftur til okkar.  Ég er mest uggandi yfir því hvað liggi á bak við þessa aðstoð sem rússar eru að bjóða?  Er um að ræða landvinninga framtíðarinnar á norðurslóðum?  Eða bara verið að sýna velvild?  Ef við tökum við þessu frá Rússum, hvernig koma Bandaríkin til með að líta á okkur? Sem rússneska nýlendu og þar með varasama þjóð ef "kólnar" aftur í heiminum eða? 

Ef allt leggst á hliðina og okkar ástkæra Ísland á ekki fyrir öllu þá kemur einhver þjóð til með að taka okkur yfir, ég er ekki að vonast til þess eða að spá því en ef svo illa færi þá myndi ég persónulega frekar vilja heyra undir Noreg heldur en Rússland.  Norðmenn vilja aðstoða okkur og mér finnst að við ættum að taka því.

Annars hef ég ekki athugað betur hvort að ástandið sé eitthvað betra í heimalandi konunar þannig að maður ætti kannski að skoða það betur áður en maður ákveður framtíðarþjóðerni sitt og nýfædds sonar.  Veit hreinlega ekki hvað á að halda eða hvert.


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband