8.10.2008 | 18:41
Kaldhæðni auglýsinganna ...
Sorglegt er ástandið áfram. Búið að gefa það út að ekki væri ábyrgst þær áhættufjárfestingar sem bankarnir hafa staðið í svo kemur í ljós að útrás landsbankans í Bretlandi stendur svo höllum fæti að Bretar hóta Íslandi ef allt fer á hausinn. Þar með neyðast Íslendingar til þess að láta allar eignir Landsbankans tryggja innistæður Breta og fáum við að heyra að þær séu nægjilega miklar til þess verkefnis. Gott mál að vissu leiti og vonandi hætta Bretar fyrir vikið að vera í fýlu við okkur. En eftir sitjum við Íslendingar með skuldir Landsbankans hér heima og svo til engar eignir upp í þær. Bara "klink" þegar búið er að covera útþenslu Landsbankans í Bretlandi.
Að vísu var ég að vinna og gat ekki hlustað á allt sem fram kom en mér skildist frá viðskiptaráðherra að það ætti að reyna að halda tapi þeirra sem lögðu peninga í áhættusjóði í lágmarki. Bíddu við ... var ekki búið að gefa út að ekki væri hægt að tryggja þessar innistæður? Mér þótti það mjög rökrétt að ekki væru tryggðir áhættusjóðir því að eins og nafnið segir til um þá er þetta áhætta. Ef að það á að tryggja innistæður í þessum sjóðum þá er það eins og að ríkið myndi borga það sem Íslendingar hafa tapað á undanförnum árum í lottó, happadrættum eða póker. Það er jú allt áhætta líka.
Annars þegar ég var að renna yfir mbl.is þá var eitt sem að létti lundina hjá mér í þessum ógnarfréttum um Glitni, Landsbankans og ríkisins. Það var stór og myndarlegur banner eða auglýsing frá Landsbankanum sem rúllaði með sniðugum setningum eins og "Átt þú aukakrónur?" og "Aukakrónur, þær koma bara!" . Kaldhæðni auglýsingana ber niður á besta stað. En jú, sannleikur í þessu líka. Allt fer á hausinn og "aukakrónurnar" þær koma bara ... frá ríkinu. Þetta eru ágætis skilaboð er það ekki? Útrás og útþennsla í góðu, allt er tryggt og ef að allt fer á versta veg þá "koma aukakrónurnar bara".
Ég held að þessir bankakallar hefðu frekar átt að horfa til auglýsingar Páls Óskars fyrir Byr, sem er tiltölulega kaldhæðnisleg miðað við ástandið líka reyndar en í henni talar Palli svo skynsamlega að ef að þig langar í eitthvað, "safnaðu þá fyrir því!"
Viðskipti milli landa verða tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.