Skil bara ekkert í þeim!

Ég skil ekki hvernig þeim dettur virkilega í hug að þetta gangi upp hjá þeim.  Hugmyndin er virkilega góð og stæði ég heils hugar með þeim í þessu máli ef að þau hefðu bara framkvæmt þetta með leyfi húseiganda.  Það er nefnilega það sem málið snýst um.  Þessi gjörningur er því miður ekkert annað en innbrot fyrst að ekki var fengið leyfi frá eiganda hússins.  Það nefnilega skiptir ekki máli að ef að þú ferð inn í hús í óleyfi hvort að þú þrífir húsið eða ekki. Það er samt innbrot.  Ég vona bara að þegar lögreglan kemur til að fylgja þeim út þá skapist ekki einhverjar óeirðir sem beinast að röngum aðilum þ.e. lögreglunni.


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar

Ég verð því miður að hryggja þig með því að við unga fólkið nú til dags erum hætt að virða forneskjulegar hugmyndir manna um eignarrétt.

Þetta hús stóð autt og í algjörri niðurníðslu, og markmiðið eiganda (ÁF hús ehf.) var að rífa húsin á reitnum og reisa þar í stað ógeðfellda verslunar- og skrifstofumiðstöð.

Reyni valdníðingar að koma fólkinu úr húsinu verður blóðbað.

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Heldur Ungliðahreyfing Vinstri Grænna að allt sé orðið þjóðnýtt þó svo að þeirra flokkur sé kominn í stjórn ?

Annars er ekkert annað að gera en að senda lögregluna inn, eins og allir myndu fara fram á, ef á annað borð yrði gengið á eign þeirra.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 19:43

3 identicon

Senda lögregluna inn til að berja á þessum lýð.

Af hverju þurfa þau ekki að fylgja landslögum??

Magnús (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:54

4 identicon

Ingólfur: Ungliðahreyfing VG? Þú gerir þér grein fyrir því að þetta eru anarkistar, ekki satt?

Magnús: Landslögin sem hafa svikið okkur um framtíð okkar? Við viljum ekkert með þau hafa, takk fyrir.

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Einar Karl

Eignarréttur smeignarréttur.

Með hvaða peningum heldurðu að SAMSON PROPERTIES og fleiri stjórnlausir kapitalistar hafi sölsað undir sig fjölda húsa í miðbænum til að láta grotna niður og rífa?

Eru það þá ekki afar okkar og ömmur, sem voru véluð til að leggja sparnað í peningamarkaðssjóði, og hollenskir ICESAVE sparifjáreigendur sem eiga þessi hús? Það eru jú í raun peningar þess fólks sem Bjöggar keyptu upp miðbæinn með.

Spyrjum frekar hverjir eiga borgina? Borgarmyndina? Umhverfið sem við búum í?

Einar Karl, 14.4.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Með hvaða peningum heldurðu að SAMSON PROPERTIES og fleiri stjórnlausir kapitalistar hafi sölsað undir sig fjölda húsa í miðbænum til að láta grotna niður og rífa?

Get ég þá ekki með sömu rökum lagt undir mig þitt heimili, peningarnir sem voru notaðir í þau kaup komu jú úr sömu átt!

Landslögin sem hafa svikið okkur um framtíð okkar? Við viljum ekkert með þau hafa, takk fyrir.

Alltaf gott að geta hent lögunum út um gluggann þegar manni finnst þau ekki sanngjörn ekki satt? Eru þið þá nokkuð betri en fólkið sem þið eruð að saka um að hafa stolið og svikið?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.4.2009 kl. 22:26

7 identicon

Anarkirstar=hyski

Iðjuleysingjar, bjánar.  Sama hvað þetta er kallað, þetta er ekki löglegt.  Það eru lög á klakanum sem fólk fer eftir, annars er því refsað.  Styð harðar aðgerðir lögreglu gegn þeim

Baldur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:37

8 Smámynd: Einar Karl

Doddi:

Húsið á Vatnsstíg var ekki heimili neins.

Ég stend í skilum með öll mín lán. Samson/Landsbankinn & Co véluðu hundruð milljarða frá saklausu fólki, og þessir peningar "gufuðu svo upp", þ.e. voru settir í misvitrar fjárfestingar, eitthvað eflaust í húskofa í miðbænum.

Einar Karl, 14.4.2009 kl. 22:40

9 Smámynd: Einar Karl

Baldur: er búið að refsa stóreignamönnunum sem rændu milljarða af fólki m.a. til að kaupa með þau 57 hús sem hafa staðið auð í borginni?

Einar Karl, 14.4.2009 kl. 22:53

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Húsið á Vatnsstíg var ekki heimili neins

Það er eigandi að þessu heimili þó það hafi ekki verið notað.

Ég stend í skilum með öll mín lán.

Og ég vænti þess að þetta lán hafi komið úr banka hvort sem þú ert að standa í skilum eða ekki, og því er hægt að segja að þessir peningar hafi komið úr nákvæmlega sömu átt.

Samson/Landsbankinn & Co véluðu hundruð milljarða frá saklausu fólki, og þessir peningar "gufuðu svo upp"

Ég vona svo innilega að þú haldir ekki að ég sé að verja þetta útrása fólk því að það er ég svo innilega ekki að gera, þetta fólk hefur eflaust stungið þessum peningum í einhver skattaskjól fyrir langa löngu en það gefur okkur ekki rétt á að brjóta lög af handahófi gegn þessu fólki eða öðrum, þá erum við ekkert betri en þetta fólk, það er kjarni málsins.

Ef þú heldur að ég hafi rangt fyrir mér með þessa fullyrðingu mína þá spyr ég þig, hver er það sem ákveður hvað má og hvað má ekki gegn þessum mönnum? ert það þú eða einhver annar af handahófi sem setur nýju "lögin"?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.4.2009 kl. 23:43

11 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

segi það sama og síðastu ræðumaður

Viðar Freyr Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband