Hefði nú haft meiri áhyggjur af öðru ...

Ég hugsa að maður hefði nú gert það sama og hlaupið út með byssuna í hendi til að gegna skyldu sinni, jafnvel klæddur í eitthvað mun kjánalegra eða minna.

Við Íslendingar teljum nú bleikar nærbuxur sennilega ekki vera það alvarlegasta þar sem að margir íslenskir karlmenn, undirritaður meðtalinn, eiga bleik föt af ýmsum toga og þykir bara flott að ganga í þeim.  Kaninn hefur kannski einhverjar hómófóbískar kenningar um þetta en ætli það hefði ekki þótt jafn kjánalegt ef að hermaðurinn knái hefði hlaupið út í Joe Boxer náttbuxum eins og margir spranga um í Kringlunni hér á skerinu?

Hins vegar er það annað sem mér finnst varhugavert hjá þessum eflaust ágæta hermanni.  Það er skóbúnaðurinn.  Mér sýnist hann standa þarna á inniskóm einhvers konar.  Það gefur náttúrulega kost á allra handana sýkingum og/eða meiðslum sem gætu reynst honum hvimleið þegar á líður.

Svo náttúrulega æpir rauði bolurinn "Hér er ég!"  Virðist ekki falla alveg jafn vel inn í umhverfi litað af sandpokum, gróðri og grjóti eins og hinir grænu félagar hans.


mbl.is Á bleikum nærbuxum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband