Jahhá!!

Þetta þykja mér sorgleg viðbrögð ungra Íslendinga, að útlendingar séu á lægri launum.  Að sjálfsögðu eiga allir að vera á sömu launum fyrir sömu vinnu.  Þetta er eins og að halda því fram að konur eigi að vera á lægri launum en karlar.  Sem er náttúrulega fásinna. 

Á meðan fólk af erlendu bergi brotið vinnur jafn vel og innfæddir þá skildi maður ætla að þeir fengju sömu laun og innfæddir og að sama skapi að ef hinir erlendu skila vinnu sinni betur þá ættu þeir að fá hærri laun en innfæddir. 

Jafnrétti skal ríkja.  Það er ekki sanngjarnt að einhverjir séu á hærri launum en aðrir sem vinna sömu vinnu af því að þeir eru fæddir í öðru landi, séu með typpi eða af því að þeir séu ekki með typpi eins og virðirst tíðkast í minni vinnu.

Góðar stundir.


mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þessi þá ekki örugglega að selja sig líka?

Sbr. annarri bloggfærslu sem ég svaraði hérna um naktakonu á bar um daginn.  Var þá ekki þessi "örugglega að selja sig" líka?
mbl.is Nakin á hjólaskautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styð þetta heilshugar.

Já þessar aðgerðir voru komnar á tíma segi ég.  Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að ef að innflytjendur eru að brjóta svo af sér að fangelsisvistunar sé þörf þá eigi bara að sparka þeim úr landi.  Það er ekki eðlilegt hvað það eru margir útlendingar í íslenskum fangelsum.  Þetta er að koma óorði á annars það ágæta fólk sem hefur komið hingað til lands og fer að lögum og eru virkir og góður þegnar sem að við innfæddir getur verið stolt af að hafa við hlið okkar í kreppunni.

Þetta á að sjálfsögðu við um íslendinga í erlendum fangelsum líka. Þeim er engin vorkun. 


mbl.is Tveir fyrstu til Litháen í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband