29.3.2010 | 17:50
Leyndarmál framamanna í íslenskum stjórnmálum?
Nú er ég ekki með áskrift af DV og er því ekki búinn að lesa hvað kom fram í þessari "leyni"skýrslu um Össur m.a. Varla er allt svo merkilegt sem kemur fram á fundum þessara aðila að það eigi að rata í fréttamiðla en eitthvað virðist hafa verið í þessari skýrslu sem talist getur bitastætt fyrst að það fór á þessa leið. Nú man ég ekki betur en að það hafi verið búið að vera að berjast fyrir því að engu væri haldið leyndu hvorki í bönkunum né í ráðuneytum Íslands. Gegnsæi átti að vera algert og nær öruggt var að þeir sem ekki vildu svoleiðis hefðu eitthvað að fela. Þetta er eitthvað sem vinstri flokkarnir voru nú búnir að vera að impra á áður en þeir komust til valda og þetta var eitt af þeim atriðum sem fékk mig á þeirra band á sínum tíma. Nú heyrist annað hljóð. Össur sem er búinn að vera að vinna í því nótt og dag að koma Íslandi inn í ESB á brunarústunum eingöngu, virðist nú vera að fela eitthvað sem við almúginn megum ekki vita. En það er það sama og hefur verið. Það er ekki það sama hvort það er Jón eða séra Jón. Eða ætti maður kannski að segja það er ekki sama hvort það erum við almúginn eða "framamenn í íslenskum stjórnmálum" eins og Össur komst svo skemmtilega að orði.
Ég verð að finna mér blaðið og lesa mér meira til. Kannski er verið að opna okkur leið sem sérfylki í Bandaríkjunum fyrst að illa gengur með ESB?
Persónulega finnst mér þessi leynd yfir öllu hálf kjánaleg, eflaust er margt sem þetta lið vill fela fyrir okkur hinum en mér finnst þetta samt eitthvað svo leikskólabarnalegt að vera með svona leyndarmál sem bara ákveðnir aðilar í klíkunni mega heyra.
Össur orðlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2010 | 02:10
Glæsilegt!!!
Gaman að sjá svona áhugaverðar og upplyftandi greinar sem ekki fjalla um kreppu eða Icesave. Þarna er mikill auður á ferð og ættu flestir að leggja leið sína til að skoða þessa sýningu. Ég er því miður búsettur á Akureyri og kemst þar af leiðandi ekki þó mig langi.
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina er samankomið fólk sem sem kemur til með að setja mark sitt á sína iðngrein á komandi árum og á athyglina fyllilega skilið. Gaman væri að vita þó hvort að þrjár iðngreinar sem eru í útrýmingarhættu séu þarna á sýningunni. Þar er ég að tala um húsgagnasmíði, bólstrun og svo bókband sem ég hef annars mikinn áhuga á enda á ég rætur mína að rekja til margra bókbandsmeistara. Handbókbandið er nánast hægt að kalla listgrein þó svo að það sé iðngrein.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá handbókband í sinni bestu mynd, bækur í formi listaverka þá er lítil sýning í gangi í gamla Fógetahúsinu að Ingólfsstræti 14. Ég hvet alla unnara fallegra bóka sem og listunnendur til á kíkja á hana.
Góðar stundir
Íslandsmót iðn- og verkgreina í Smáralind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2010 | 00:35
Ó, er opin dagskrá?
Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þessa frétt. "Við munum áfram vera með opna dagskrá alla virka daga, en ætlum að auka áherslu okkar á afþreyingu, segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjá miðla ehf. í fréttatilkynningu." Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt af opinni dagskrá hjá Skjá einum eftir að þeir læstu. Ég horfði á fréttirnar hjá þeim held ég tvisvar sinnum en það var bara til að rifja upp gömul kynni frá því að morgunsjónvarpið var á Stöð 2 á sínum tíma. Ég gafst þó fljótlega upp þar sem að fréttaflutningurinn var bara ekki neitt sérstakur. Síðan þá hefur Skjár einn verið alveg gleymdur hjá mér. Stöðin er læst, ég vil ekki borga og þar af leiðandi stilli ég bara ekki á þesa stöð.
Hins vegar skal ég viðurkenna það að þegar hún var frí þá horfði ég einna mest á hana af öllum stöðvunum. Margir kvörtuðu undan auglýsingunum sem voru inni í þáttum og inn á milli þátta en mér fannst það brilliant. Stöðin var ókeypis og einhvers staðar urðu þeir að fá sínar tekjur. Ég skildi sætta mig við allar þær auglýsingar sem þeir vildu sýna mér fyrst að ég var að fá þessa þjónustu frítt. Ég væri svo til í að sjá þessa stöð fría aftur og persónulega finnst mér að það eigi leyfa fólki að velja sjálft hvað það borgar fyrir. Annað hvort ættu allar stöðvar að fá jafnt af nefskattinum sem við þurfum öll að borga og leyfast að auglýsa eins og þá lystir. Eða að hafa áskriftargjald og mega ekki auglýsa á útsendingartíma sínum. Ósköp klippt og skorið. Auðvitað færi RÚV á hausinn en það yrði þá bara að bíta í það.
Ég á nú ekki von á því að fara að stilla yfir á Skjá einn eitthvað sérstaklega bara til að sjá þessa fáu þætti sem eru í opinni dagskrá og ég á ekki von á því heldur að Skjár einn hætti sem áskriftarstöð úr þessu, ekki með 44 mills á mánuði í áskriftargjöld. Það væri gaman en frekar ólíklegt. Kannski gerist það einhvern tíman í réttlátu Íslandi þar sem að allir fá að sitja við sama borð en þangað til þá held ég bara áfram að horfa á það sem mig langar að sjá, streaming á netinu, hvort sem það er sýnt á Stöð 2, Rúv eða Skjá einum. ... og án auglýsinga
Góðar stundir
Fréttaútsendingar hætta á Skjánum eftir páska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2010 | 22:35
Ömurlegt að segja það en .. I told you so ..
Mér þykir ömurlegt að sjá þessa þróun þrátt fyrir að vera nýbúinn að blogga um þetta. Það sem að mér finnst hvað sorglegast við þetta er að við(almúginn) erum föst í vítahring. Flest erum við háð bílunum okkar að einhverju leiti og þá sérstaklega þeir sem búa eða vinna á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum því að kaupa bensín/olíu af þessum fáu félögum sem hafa tögl og haldir á bensínverði hér á landi og dansa mjög svo samstíga sama dansinn alla daga.
Auðvitað eru ráð til eins og að nota strætó eða fjölmenna saman í bíl en inni í því er náttúrulega ákveðin frelsissvipting sem við viljum helst ekki. Einnig er hægt að fá sér rafmagnsbíl eða vetnisbíl en þar er startkostnaðurinn gífurlegur og við getum gengið út frá því að fólk eigi enga peningastafla í dag til að henda í svoleiðis. Sjálfur væri ég alveg til í að eiga rafmagnsbíl en eins og málin standa hjá mér í dag þá er það borin von. Það verður kannski seinna. :)
Ég var búinn að segja að við næðum 300 kallinum fljótt eins og hækkanirnar eru búnar að vera. Ég ætla að leyfa mér að skjóta á að áður en þetta ár er liðið þá verði bensínlíterinn kominn í 250 krónur. Kannski er ég fullbjartsýnn og að líterinn verði orðinn miklu hærri. En ég vona ekki. Ég vona alla vega að ég nái að skipta yfir í rafmagnsbíl áður en 300 múrinn verður rofinn.
Olís hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 19:12
Jáhhh! Nú stefnum við á 300 ... Ísland, dýrast í heimi!! :o)
Þetta er bara alveg hætt að koma manni á óvart. Það er hækkað vegna lágs gengis krónunnar og svo er aftur hækkað ef að allt styrkist. Það líður sennilega ekki á löngu þangað til að við sjáum bensínlíterinn mikið hærri og jafnvel að nálgast 300 kallinn. Mikið vildi ég að einhver erlendur olíurisinn kæmi hingað til lands. Ég held að ég þyrfti ekki að hugsa mig neitt lengi um áður en ég færi að skipta við hann.
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2010 | 18:25
Gæti trúað því að verðlagið hafi meiri áhrif ...
Ekki ætla ég að vera að tala niður tóbaksvarnir en ég tel að þarna sé verið að hreykja sér af árangri sem telur fleiri atriði. Tóbaksverð hefur hækkað all verulega á seinustu árum og einhvern tíman heyrði ég að ef tóbak hækkaði um 10% þá hættu 2% reykingamanna bara við það eitt. Þegar ég var með mitt fyrirtæki þá seldi ég tóbak þar líka og þá var ég að berjast í að halda verðinu á pakkanum í kringum 500 kallinn og var það aðalega gert fyrir kúnnana og svona fellow-smokers. Hins vegar var ég í bíl um helgina með félaga mínum og við stoppuðum í nesti svo að hann gæti keypt sér einn pakka ... 915 krónur takk fyrir ... og það fylgdi ekkert með ... maður hefðu nú haldið að það væru alla vega 30 réttur í pakkanum eða frí pylsa og kók með .
Svo er það þetta blessaða reykingabann á veitingastöðum. Það telur háa prósentu í fækkun reykingafólks gæti ég trúað. En að sama skapi gæti ég trúað að það telji álíka háa % í minnkandi viðskiptum á kaffihúsum. Ég er algerlega þeirrar skoðunar að eigandi staðarins ráði einn og sér hvort að reykingar séu leyfðar í hans húsnæði eða ekki. Það var á tímabili eitthvað píp um að aumingja starfsfólkið yrði að vinna í þessum óskapnað. Uhmm.. það neyddi mig engin til að vinna á bar á sínum tíma. Ef að maður ræður sig í vinnu í sláturhúsi þá þýðir lítið að væla yfir öllum dauðu dýrunum eða blóðlyktinni.
En jæja, nú er ég farinn að röfla út í loftið bara. Bottomline er að forvarnir Lýðheilsustöð eru góðar en bönn reykinga á veitingahúsum og verðið er að hafa mun meiri áhrif á fækkun reykingafólks heldur en nokkuð annað.
Tóbaksvarnir hafa haft áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 16:35
Bara 32?
" Reykingar jukust á meðal norskra ungmenna í fyrra og reykja nú 32 Norðmanna yngri en 24 ára." Er þetta þá nokkuð vandamál? Eða voru 30 Norðmenn kannski hámarkið?
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er væntanlega ritvilla en þetta hljómaði bara ekkert illa ef að aðeins 32 Norðmanna reyktu.
Banna sölu sígarettukartona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2009 | 14:11
Eru bloggarar ekki að lesa fréttina?
Þessi skemmtilega frétt er að vísu ekki mjög greina mikil en þó er komið inn á punktinn sem skipti máli í þessum dómi. "Hún hefur áður verið dæmd fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað og rauf með brotunum nú skilorð eldra dóms, sem var því tekinn upp." Hún er semsagt síbrotamaður og rauf skilorð. Hún er þar af leiðandi ekki að fara í 3gja mánaða fangesli einungis fyrir stuld á nautalundum og kynlífseggi en það telur kannski 3 daga til viku i dómnum.
Hins vegar blogga margir um að aumingja konan hafi nú bara verið að stela sér í matinn og ekki ætti að vera að böggast í henni heldur að það ætti nú að vera að vinna í hruninu. Auðvitað þarf að vinna í því en það er ekki þar með sagt að smáþjófarnir fái að valsa um óáreittir þangað til að allir útrásarvíkingarnir eru komnir á bakvið lás og slá. Svona borðleggjandi mál verður að klára af líka. Ef að öll tiltæk lögregla og lögmenn væru settir í það að knésetja útrásarvíkingana þá yrðu eflaust margir glaðir en sennilega engin eins og allir hinir afbrotamennirnir sem féngju að starfa við sína iðn í friði. Glæpastarfsemi myndi blómstra á Íslandi sem aldrei fyrr. Og þá er ég annsi hræddur um að það væri komið annað hljóð í fórnarlömb hennar.
Góðar stundir
Í fangelsi fyrir að stela nautalundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 10:49
Veri þau öll bara hjartanlega velkomin :o)
Það kemur mér á óvart hversu stór tala þetta er. Það kemur mér líka á óvart að brotthvarf hafi ekki verið meira síðan allt fór á hvolf hérna á skerinu. Flest af þessu fólki á hrós skilið fyrir það hversu vel þau hafa aðlagast landi og þjóð. Flestir standa sig mjög vel í sinni vinnu og að læra tungumálið sem er að mínu mati eitt það mikilvægasta. Í minni vinnu þarf ég iðulega að tala við innflytjendur og ég tek ofan fyrir þeim í hvert skipti sem innflytjandi reynir að tala íslensku við mig, þó svo að þau skipti yfir í ensku síðar í samtölunum.
Innflytjendur hafa liðið fyrir þessi skemmdu epli í tunnunni og er ég harður á því að erlendir afbrotamenn eigi að vera sendir til síns heima med det samme ef þeir brjóta af sér. Það er að segja ef að þau hin sömu séu ekki orðin íslensk skv. lögum. Þrátt fyrir allt er ég ennþá á sömu skoðun og í fyrra bloggi mínu.
Ég blæs á allt þetta tal um að innflytjendur séu að taka vinnuna "okkar" og fullyrði að á komandi árum verði bara aukning í útlenskum Íslendingum hér á landi. Ég tel að þegar öldurnar lægja og uppbygging hefst af fullum krafti þá verður það með góðum stuðning innfluttra. Því þrátt fyrir allt þá eru það góðar fréttir að fólk vilji enn búa og flytjast til Íslands á þessum tímum.
Verum góð við hvert annað. Góðar stundir.
Innflytjendur 9% Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 10:39
Að sprengja kópinn fær nánast nýja meiningu ...
Mikið vorkenni ég honum þessum ólánsama þjóðverja sem skaut sig í kynfærin. Maður fær alveg sting í vininn við að lesa þetta en mikið er hann heppinn samt að læknar hafi getað bjargað djásninu þó svo að hvergi sé minnst á það hvort að hann sé tommunni styttri á eftir eða þá hvort að félaginn líti út eins og bjúga sem búið sé að bíta í á hliðinni. Margs konar myndir skjóta upp í hugann og einna fyndnast fannst mér þegar Kjartan Birgisson sagðis hafa séð fyrir sér götótta garðslöngu. Ég fór að spá í það hvort að maður pissi alltaf á lærið á sér sama hversu vel maður miðar?
En þegar maður les bloggfærslur þeirra sem skrifa við þessa grein þá get ég ekki annað hrist hausinn yfir þráhyggju sem leggst á fólk. Ein fárast yfir því hversu mörg orð hún hafi lesið í bloggfærslum sem eiga við um kynfæri karlmannsins. Alveg er það merkilegt að fólk geti fárast yfir þessu þar sem að engir líkamspartar á mannskepnunni bera jafn mörg nöfn og kynfærin. Þeir sem eru á annarri skoðun geta prófað bara. Hvað getið þið fundið mörg nöfn um nefið til dæmis?
Einnig það að menn fái samkenndarverki með manninum finnst mér fullkomlega eðlilegt líka verð ég að segja. Væntanlega hafa flestar konur fengið svipaða verki við að lesa fréttir af umskurði afrískra kvenna hérna um árið.
En hvernig í fjáranum er hægt að tengja þessa frétt við ESB og aðildarviðræður get ég engan vegið skilið. Það er eflaust hægt að hafa manískann áhuga á því máli og sjá samsæri alls staðar en hvernig sem ég reyni þá tekst mér bara ekki að koma auga á það. Það eina sem ég kem auga á er vorkun til þess sem hugsar svoleiðis. Það er meira í lífinu en það kæri vin.
Góðar stundir.
Skaut sig óvart í kynfærin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)