23.9.2008 | 23:29
Jább, 15 mínútna námskeið bara?
Jamms það er best að redda þessu og kenna starfsmönnum íslenskuna. Gott mál að fólk sem býr á Íslandi að læra íslenskuna og enn betra að bjóða upp á íslenskukennslu en ég held samt að okkar ágæta mál verði seint ráðandi tungumál í stærri fyrirtækjum hér á landi. Sérstaklega ef þessi fyrirtæki eru í útrás og í miklum viðskiptum erlendis.
"Fram komu ýmsar hugmyndir um leiðir til að treysta íslenskuna í sessi. Fyrirtæki geta t.d. markað sér málstefnu. Þau geta lagt meiri áherslu á að bjóða útlendum starfsmönnum upp á íslenskukennslu og þau geta stuðlað að því að íslenska verði ráðandi tungumál í starfsstöðvum hér á landi."
Best er að ímynda sér þetta á ensku með sterkum íslenskum hreim:
"nei herra Geits, við getum ekki hýst skráarsöfnin fyrir PínuMjúkt því að það er svo mikið á útlensku. Það er bara ekki stefna okkar hérna á Íslandi."
Ísland. Best í heimi.
Góðar stundir
Treysta þarf sess íslenskunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.