Dráttur á málinu??

Ekki ætla ég að reyna að hífa þær mannleysur sem nauðga upp í áliti og enn síður vil ég tala niður þau sem verða fyrir barðinu á þessum nauðgurum.  Heldur vil ég velta upp spurningu um rétt mannsins sem gæti verið ranglega dæmdur. 

Í fréttinni er tekið fram að þarna hefði verið teiti með áfengi og vímuefni við hönd, einnig er tekið fram að konan fór í óminnisástand, væntanlega svocallað blackout.  Ef hún man ekki eftir því sem gerðist, hver veit þá hvort að hún eða hann hafi átt upptök umrædds samlífs?  Og hvergi kemur fram hvort að maðurinn hafi farið í óminnisástand líka, við vitum náttúrulega ekkert um það. 

Margir kannast við það að hafa farið á fyllerí, gert einhvern bölvaðan skandal af sér sem að þeir muna ekkert eftir og vakna svo upp á hinum ólíklegustu stöðum.  Hvort sem að það er í fangelsi, út í runna fyrir utan heima hjá sér með útbíaðar buxurnar á hælunum eða upp í rúmi með mömmu (nú eða pabba) besta vinar síns.  Maður vaknar með geðveikann móral og ógeð á sjálfum sér og það eina sem kemst inn timburmannaplagaðann hausinn er "hvern djöfulinn gerði ég af mér núna?"  Eða það held ég að séu svona algengustu viðbrögðin frekar en "óhó, nú hefur mér verið nauðgað. 

Eflaust hefur verið sannað með réttu að maðurinn nauðgaði konunni í þessu tilfelli en þó er kannski hægt að velta þessari spurningu fyrir sér:  Hvað geta karlmenn gert til að bjarga ærunni eftir fyllerí og eiturlyfjasukk þegar þeir vakna skömmustulegir við hlið ljóts haus.  Getum við æpt "nauðgun, nauðgun" og farið og fengið lífssýnatöku á slysó?  Ég er annsi hræddur um að það yrði litið hornauga á svoleiðis.

 

Svo langaði mig að minnast á það að í frétt sem þessari sem tekur á svo viðkvæmu máli hefði kannski betur átt að orða sem seinagang heldur en "Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til þess hversu mikill dráttur var á málinu."  Þetta gefur bloggurum bara alltof lausan tauminn. Blush


mbl.is Dæmdur fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef manninum væri gert að bera sendi á sér í jafnmörg ár og þeir í Texas, fannst í máli Arons, þá mundi ég sætta mig við svona fáránlega léttan dóm.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:10

2 identicon

Mér finnst sjónarmið af þessu tagi með ólíkindum.

Ekki ætla ég að verja glæpi yfir höfuð en mér dettur í hug ný frétt þar sem Kalli Bjarni er dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á 60 grömmum af amfetamíni.

Takið eftir: Hann var ekki að selja það, heldur aðeins að skaða i sem sjálfan sig.

Um daginn sá ég dóm yfir nauðgara og níðing. Hann fékk ár í dóm en aðeins þrjá óskilorðsbundna. Situr þá kannski einn og hálfan mánuð inni. Þetta er sjúkt samfélag.

vorfuglinn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:29

3 identicon

Kalli bjarna var tekinn með 2 kíló af eiturlyfjum ætluð börnunum okkar og öðrum. Fíkniefnasalar eru mestu fjölda níðingar þessa samfélags. Sjálfsmorð, dauðaskammtar og rústuð líf þúsunda eru á þeirra herðum. Dómstólar eiga ekki að sýna svona mönnum neina miskun.  

Foreldri (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 04:49

4 identicon

Sammála þér Einar.

Sólrún Lilja (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband