Frábær hugmynd ...

Frábær hugmynd en ekki er hægt að segja að hún sé alveg ný á nálinni, ekki nema þá íslenska útgáfan sem er að öllu leiti brilliant og á margan hátt nýtileg. 

Sjálfur nýtti ég mér þetta í framhaldsskóla þegar ég þurfti að lesa mikið af Laxness fyrir ákveðna áfanga.  Flestir vita að skrif hans eru ekki alveg á ritritaðri íslensku og þreyttist ég mikið í augunum við að lesa hann af einhverji ástæðu.  Þá tók ég á það ráð að bregða mér á bókasafnið og fá að sitja þar inni með headphones og hlusta á lesnar útgáfur af skriftum Laxness.  Ótrúlegt en satt þá þreyttist ég miklu minna í augunum við þetta Wink. Þrátt fyrir að þessar hljóðbækur séu náttúrulega ætlaðar fyrir þá sem eiga við lesblindu að stríða þá fékk ég góðfúslegt leyfi fyrir þessu uppátæki mínu frá bókasafnsvörðum með því skilirði að ég væri á bókasafninu (færi semsagt ekki með hljóðbækurnar) og lúffaði ef einhver kæmi sem þyrfti að fá þetta útleigt.  Það var að sjálfsögðu ekkert mál. Halo

En aftur að hinni snilldarhugmynd Vefþulunni.  Hún minnir mig á annað forrit sem var kannski meira gert til skemmtunar heldur en nýja Vefþulan.  Muna ekki allir eftir Microsoft bréfaklemmunni sem var alltaf boðin og búin að hjálpa manni með allt, allt, alltof mikið?  Það var til svipað forrit sem hét Bonzai Buddy og var lítil górilla sem sagði manni brandara, söng fyrir mann og gat lesið allt sem þú sagðir honum að gera.  Gallinn var þó sá að hann gat ekki lesið íslensku.  Hann virkaði þó vel þegar mann langaði að lesa langar greinar á ensku eða langa enska brandara svo að eitthvað sé nefnt.  Bara copy/paste og Bonzai Buddy las það allt saman með sínum skemmtilega tölvuhreim. Grin


mbl.is Vefþulan verður á Vísindavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband