Jámms, þvílík hneysa ...

Já hérna hvað sumt fólk er aftarlega á merinni eða ætti maður að segja sumar þjóðir?  Þetta er náttúrulega einhver hómófóbía að þurfa að ráðast á og beita ofbeldi þennann (eflaust)minnihlutahóp bara af því að þeir eru samkynhneigðir.  Að leyfa ekki svona menningarhátíð að fá að standa og ganga sinn vanagang bara.  Þessir óeirðaseggir átta sig greinilega ekki á hvað þeir gera samfélaginu með því að aðhyllast svona 70 ára hugsunarhátt.

Hins vegar kem ég sjálfur sennilega aldrei til með að skilja hvað er svona merkilegt við það sem samkynhneigðir gera.  Af hverju það er spes hátíð fyrir myndlist og kvikmyndun samkynhneigðra ásamt alls konar annars konar menningarviðburðum samkynhneigðs fólks skil ég ekki.  Ég meina, það er ekki eins og samkynhneigðir haldi öðruvísi á pennslinum eða snúi myndavélinni á einhvern annann hátt.  Ekki hef ég alla vega orðið var við það að Hörður Torfa spili á gítarinn sinn öðruvísi en aðrir tónlistarmenn.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ákveðin frelsishugmynd sem samkynhneigðir eru að lýsa yfir en það að auglýsa sig sem samkynhneigða fatta ég ekki.  Það er bara ekkert merkilegra heldur en gagnkynhneigður, að vera kvennkyns, karlkyns, ganga í stígvélum eða rauðum fötum.  Ég vil meina að þegar svona samkomur eru haldnar þá sé þetta bara auglýsingarbrella.  Listafólkið límir á sig einhvern "fötlunar"stimpil til að vekja aukna athygli því að það ætti nú alltaf að vera fréttnæmt þegar fatlaðir brjótast út fyrir rammann og höftin og sanna sig.

Jafnrétti skal ríkja, hvort sem er hjá hjá köllum eða konum, svörtum eða hvítum nú eða þá samkynhneigðum eða gagnkynhneiðum.  Ergo. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.


mbl.is Samkynhneigð mótmælt í Bosníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reikna með að tilgangurinn með sér samkynhneigðra kvikmyndalistasýningum ofl sé sá að samkynhneigðir og aðrir geti fengið að sjá örlítið annað heldur en normið sem er afskaplega "sér gagnkynhneigt". Ef að allar myndir sem hægt er að sjá venjulega fjalla um gagnkynhneigt fólk, og sýna sambönd gagnkynhneigðs fólk, helduru að samkynhneigðum langi ekki stundum til að sjá eitthvað sem er nær þeirra veruleika. Það er nú bara þannig að flest í samfélaginu er miðað við gagnkynhneigða, svo að það er sjálfsagt að samkynhneigðir fái að koma sínum sjónarmiðum að

HL (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband