10.10.2008 | 21:28
Já nauðsynjalánin ...
Alltaf hefur mig langað í nýjann og flottann bíl þrátt fyrir að ég sé ekki mikill bílakarl. Fyrir mér hafa bílar verið tæki til að komast frá A til B og svo til C ef maður er heppinn. Hins vegar viðurkenni ég það fúslega að fara frá A til B með stæl heillar mikið, sérstaklega ef að maður getur keyrt allt stafrófið áhyggjulaus um að druslan stoppi. En aldrei, aldrei, aldrei dytti mér í hug að taka mér 10 milljón króna lán til að kaupa bíl. Bíl. Nánast sama hversu hagkvæmt lánið hljómi á þeim tíma. Meginmálið er: Ef að þú þarft að taka 10 milljónir að láni til að kaupa bíl, þá hefurðu ekki efni á honum og ættir að leita þér af ódýrari bíl.
Svo er lánafyrirtækið óhresst og vill að fólk borgi inn á lánið frekar en að auglýsa svona. Bíddu, bíddu, síðast þegar ég vissi þá gengu venjulegar lánatökur þannig fyrir sig að maður semdi um að borga einhvern ákveðin greiðslufjölda en ekki að maður borgaði alltaf þegar aukapeningur væri til.
Ég sé alveg fyrir mér samt þegar jakkafataklæddur aðili lánafyrirtækisins rekst á viðskiptavininn á förnum vegi: "Abbabbabb, bara verið að spreða hérna í bónus ha? Mjólk, spagetti og fleiri óþarfavörur?? Væri nú ekki gáfulegra að lækka lánið sem þú varst að borga af um þennann tvöþúsundkall???" (ég veit að ég er með of frjótt ímyndunarafl )
Auðvitað er ömurlegt fyrir aumingjans eiganda bílsins að gengi krónunar hækki lánið um allar þessar milljónir en ég get því miður ekki vorkennt honum fyrir að taka svona "spreð"lán eða stöðutáknslán á meðan fjölskyldur horfa fram á dimma tíma með húsnæðin sín eða aðrar lífskjaraskerðandi aðstæður sökum þessa ástands.
Borgað fyrir að yfirtaka lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 23:38
Ojjbarasta hvað það er leiðinlegt að vera sannspár...
Ég var víst búinn að gefa þeim viku var það ekki? Þeir náðu því ekki einu sinni. Guð minn góður hvað þessar aðstæður eru að verða rosalegar. Og áföllunum linnir ekki, nú er komið fram að heilu sveitafélögin hafi átt milljónir punda í getulausu bönkunum. Tæpar 800 miljónir nánar tiltekið. Búið að frysta allar eigurnar sem áttu að ganga upp í trygginguna og duga nú ekki til reyndar. Hryðjuverkaákvæði beitt á okkur frá Bretum og sannarlega skammast ég mín fyrir þetta óbilandi stolt sem ég hef haft bara fyrir að vera íslendingur. Það er bara ekkert til að vera stoltur af eftir að þessir útrásarvíkingar eru búnir að keyra okkur svo niður í skítinn að virðing og traust Íslands er einskis virði.
Kaupþing farnir á hausinn með meðfylgjandi skuldum sem leggjast á okkur hin og mér er spurn; Hvað varð um lánið sem að þeir voru að fá frá íslenska og sænska seðlabankanum? Ég vona að það hafi ekki verið búið að greiða það út og þeir peningar hafi bara týnst líka.
Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að þetta myndi snerta mig neitt persónulega nema í hækkun matarkörfunar á komandi mánuðum. Hins vegar gerði það það í dag þegar ég í góðmennsku minni ætlaði að stunda smá bankaviðskipti til að redda tengdamóður minni sem er stödd hér á landi til að aðstoða mig og konuna mína með nýfæddan sonin. Ég og konan ákváðum semsagt að greiða eina greiðslu af bílnum hennar úti í Portúgal, litlar 150 evrur. Ok, versti tíminn gengislega séð en bílaumboðið hringdi og þá auðvitað reddar maður því þó að evran kosti 173 rúmar.
Hins vegar eftir að hafa gengið banka úr banka og reynt að millifæra þessa litlu upphæð þá var mér farið að líða eins og sakamanni sem væri búið að loka allt á. Hvergi var þetta hægt og það endaði með að við urðum að biðja vinkonu okkar, einstæða mömmu með fyrrverandi atvinnulausann mann hangandi á sér, að bjarga þessari greiðslu fyrir okkur. Sem hún og gerði þessi elska.
Núna verð ég að viðurkenna að ég er farinn að huga að öðrum löndum þar sem að mér finnst óhugnalegt að ég og mánaðargamall sonur minn séum í þeim hóp fólks sem þurfa að borga þessa útrás upp þrátt fyrir að við eigum engan þátt í henni. Það er vægast sagt ótrúlegt að Ísland sé í þessari stöðu og persónulega sé ég Ísland bara sem skotmark ríkari þjóða núna og þá er bara spurningin hverjir yfirtaka landið fyrir slikk sem einhverjir örfáir auðmenn fá að njóta og svo hverjir verða ósáttir við þá yfirtöku.
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 19:23
Útþennsla Landsbankans ...
Þurfum við að covera fleiri útþennsludrauga Landsbankas??? Núna er ég að lesa í fyrsta skipti um þennann netbanka í Hollandi. Mér skilst að skv. EES þá megi bankar stofna útibú hvar sem er á því svæði undir sínu heimalandsnafni, hins vegar geti fjármálaeftirlit í viðkomandi landi lokað eða opnað á viðskipti viðkomandi banka og ábyrgist þ.a.l. þessi viðskipti. Svo virðumst við þurfa að borga þessa útþennslu fjármálafyrirtækis, einkarekið NB, af því að lönd hingað og þangað hóta lögsóknum á Ísland ef við borgum þessi mistök ekki.
Mér er bara spurn, var ekki búið að reikna skuldir og eigur Landsbankans áður en hann var yfirtekinn??? Eru þessar skuldir Landbankans að koma ráðamönnum Íslands janfmikið á óvart og mér? Ef að við þurfum að borga upp skuldir einkarekins fyrirtækis út um allann heim á næstu áratugum þá hlýtur það að draga á eftir sér bág lífskjör barna okkar og barnabarna?
Það hlýtur einhver að geta svarað fyrir þetta? Einhversstaðar er einhver sökudólgur sem hefur setið að tjaldabaki og makað krókinn, situr eftir feitur og pattaralegur með glott á vör. Ef þau hin sömu finnast þá ættu þau náttúrulega að sitja inni fyrir hvað þau hafa gert, rúin inn að skinni og/eða í besta falli látin vinna samfélagsþjónustu næstu árin.
Hollensk stjórnvöld leita upplýsinga um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2008 | 18:41
Kaldhæðni auglýsinganna ...
Sorglegt er ástandið áfram. Búið að gefa það út að ekki væri ábyrgst þær áhættufjárfestingar sem bankarnir hafa staðið í svo kemur í ljós að útrás landsbankans í Bretlandi stendur svo höllum fæti að Bretar hóta Íslandi ef allt fer á hausinn. Þar með neyðast Íslendingar til þess að láta allar eignir Landsbankans tryggja innistæður Breta og fáum við að heyra að þær séu nægjilega miklar til þess verkefnis. Gott mál að vissu leiti og vonandi hætta Bretar fyrir vikið að vera í fýlu við okkur. En eftir sitjum við Íslendingar með skuldir Landsbankans hér heima og svo til engar eignir upp í þær. Bara "klink" þegar búið er að covera útþenslu Landsbankans í Bretlandi.
Að vísu var ég að vinna og gat ekki hlustað á allt sem fram kom en mér skildist frá viðskiptaráðherra að það ætti að reyna að halda tapi þeirra sem lögðu peninga í áhættusjóði í lágmarki. Bíddu við ... var ekki búið að gefa út að ekki væri hægt að tryggja þessar innistæður? Mér þótti það mjög rökrétt að ekki væru tryggðir áhættusjóðir því að eins og nafnið segir til um þá er þetta áhætta. Ef að það á að tryggja innistæður í þessum sjóðum þá er það eins og að ríkið myndi borga það sem Íslendingar hafa tapað á undanförnum árum í lottó, happadrættum eða póker. Það er jú allt áhætta líka.
Annars þegar ég var að renna yfir mbl.is þá var eitt sem að létti lundina hjá mér í þessum ógnarfréttum um Glitni, Landsbankans og ríkisins. Það var stór og myndarlegur banner eða auglýsing frá Landsbankanum sem rúllaði með sniðugum setningum eins og "Átt þú aukakrónur?" og "Aukakrónur, þær koma bara!" . Kaldhæðni auglýsingana ber niður á besta stað. En jú, sannleikur í þessu líka. Allt fer á hausinn og "aukakrónurnar" þær koma bara ... frá ríkinu. Þetta eru ágætis skilaboð er það ekki? Útrás og útþennsla í góðu, allt er tryggt og ef að allt fer á versta veg þá "koma aukakrónurnar bara".
Ég held að þessir bankakallar hefðu frekar átt að horfa til auglýsingar Páls Óskars fyrir Byr, sem er tiltölulega kaldhæðnisleg miðað við ástandið líka reyndar en í henni talar Palli svo skynsamlega að ef að þig langar í eitthvað, "safnaðu þá fyrir því!"
Viðskipti milli landa verða tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 23:58
Ég gef Kaupþingi viku ...
Ja hérna, maður getur varla orðum bundist yfir ástandinu. Harmafregnum úr íslensku efnahagslífi rignir svo hratt yfir okkur að maður veit ekki hvernig á að snúa sér eða halda. Fjármálaeftirlitið búið að yfirtaka tvo af stærstu bönkum landsins og landsmenn vita í rauninni ekkert hvert þeir eiga að snúa sér með þá aura sem þeir vinna sér inn, sumir eru búnir að snúa sér aftur að gamla Kaupfélaginu, kannski KEA verði aftur ráðandi hérna á norðurlandinu bara. Fólk talar um að þessi auka lífeyrissparnaður sem að margir hafa lagt fyrir í sé bull núna ef að sá peningur sem að íslenska þjóðin, NB ekki bankarnir, er búin að leggja fyrir á að vera nýttur til að bjarga fjármálastofnunum sem hafa spilað rassinn úr buxunum.
Nýjar fréttir berast stöðugt og virðist ekki alltaf bera saman dags frá degi. Í gær var til dæmis allt í góðu í Landsbankanum. Í gær var líka allt í góðu í Kaupþingi. Ég hugsa að ég gefi þeim viku miðað við allt. Ég er ekki mikill spámaður en ég tel að FME verði búnir að taka þá yfir innan þess tíma.
Ráðamenn róa lífróður í að redda klinkinu og eru í samningaviðræðum við fullt af þjóðum, virðast ætla að taka rússum fagnandi og eru að sama skapi sárir yfir Bandaríkjamönnum yfir að koma ekki hlaupandi aftur til okkar. Ég er mest uggandi yfir því hvað liggi á bak við þessa aðstoð sem rússar eru að bjóða? Er um að ræða landvinninga framtíðarinnar á norðurslóðum? Eða bara verið að sýna velvild? Ef við tökum við þessu frá Rússum, hvernig koma Bandaríkin til með að líta á okkur? Sem rússneska nýlendu og þar með varasama þjóð ef "kólnar" aftur í heiminum eða?
Ef allt leggst á hliðina og okkar ástkæra Ísland á ekki fyrir öllu þá kemur einhver þjóð til með að taka okkur yfir, ég er ekki að vonast til þess eða að spá því en ef svo illa færi þá myndi ég persónulega frekar vilja heyra undir Noreg heldur en Rússland. Norðmenn vilja aðstoða okkur og mér finnst að við ættum að taka því.
Annars hef ég ekki athugað betur hvort að ástandið sé eitthvað betra í heimalandi konunar þannig að maður ætti kannski að skoða það betur áður en maður ákveður framtíðarþjóðerni sitt og nýfædds sonar. Veit hreinlega ekki hvað á að halda eða hvert.
FME tekur Glitni yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 23:57
Vil frekar Noreg en Rússland!
Ja hérna, maður getur varla orðum bundist yfir ástandinu. Harmafregnum úr íslensku efnahagslífi rignir svo hratt yfir okkur að maður veit ekki hvernig á að snúa sér eða halda. Fjármálaeftirlitið búið að yfirtaka tvo af stærstu bönkum landsins og landsmenn vita í rauninni ekkert hvert þeir eiga að snúa sér með þá aura sem þeir vinna sér inn, sumir eru búnir að snúa sér aftur að gamla Kaupfélaginu, kannski KEA verði aftur ráðandi hérna á norðurlandinu bara. Fólk talar um að þessi auka lífeyrissparnaður sem að margir hafa lagt fyrir í sé bull núna ef að sá peningur sem að íslenska þjóðin, NB ekki bankarnir, er búin að leggja fyrir á að vera nýttur til að bjarga fjármálastofnunum sem hafa spilað rassinn úr buxunum.
Nýjar fréttir berast stöðugt og virðist ekki alltaf bera saman dags frá degi. Í gær var til dæmis allt í góðu í Landsbankanum. Í gær var líka allt í góðu í Kaupþingi. Ég hugsa að ég gefi þeim viku miðað við allt. Ég er ekki mikill spámaður en ég tel að FME verði búnir að taka þá yfir innan þess tíma.
Ráðamenn róa lífróður í að redda klinkinu og eru í samningaviðræðum við fullt af þjóðum, virðast ætla að taka rússum fagnandi og eru að sama skapi sárir yfir Bandaríkjamönnum yfir að koma ekki hlaupandi aftur til okkar. Ég er mest uggandi yfir því hvað liggi á bak við þessa aðstoð sem rússar eru að bjóða? Er um að ræða landvinninga framtíðarinnar á norðurslóðum? Eða bara verið að sýna velvild? Ef við tökum við þessu frá Rússum, hvernig koma Bandaríkin til með að líta á okkur? Sem rússneska nýlendu og þar með varasama þjóð ef "kólnar" aftur í heiminum eða?
Ef allt leggst á hliðina og okkar ástkæra Ísland á ekki fyrir öllu þá kemur einhver þjóð til með að taka okkur yfir, ég er ekki að vonast til þess eða að spá því en ef svo illa færi þá myndi ég persónulega frekar vilja heyra undir Noreg heldur en Rússland. Norðmenn vilja aðstoða okkur og mér finnst að við ættum að taka því.
Annars hef ég ekki athugað betur hvort að ástandið sé eitthvað betra í heimalandi konunar þannig að maður ætti kannski að skoða það betur áður en maður ákveður framtíðarþjóðerni sitt og nýfædds sonar. Veit hreinlega ekki hvað á að halda eða hvert.
Norðmenn fylgjast grannt með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 18:55
Neyðarfrumvarp á Alþingi
Það kom að því að þessi ráðamannastefna að humma málin fram af sér hafi komið í bakið á þeim sem hana hafi notað sem mest. Efnafólk og stjórnarfólk þarf allt í einu að viðurkenna að það er búið að vera með brækurnar á hælunum með skítinn upp á bak og aðgerða sé þörf.
Já, ég verð að segja að ég er nokkuð sáttur við þær tillögur sem eru að koma frá á þingi núna. Að hugsað sé um fólkið í landinu, hagsmuni okkar, lán og þær innistæður sem einhverjir eiga í bönkunum. Mér líst bara vel á það að fjármálaeftirlitið fái heimildir til að koma að bankakerfinu til að tryggja okkur, fólkið. Einnig líst mér mjög vel á að íbúðarlánasjóður fái að kaupa íbúðarlánin af bönkunum þannig að við búum að einni stórri stofnun sem fer með húsnæðislánin okkar frekar en að þau séu í höndum "spilasjúklinga" sem geta spilað ógáfulega með fjármagnið.
Ég verð að segja eftir að hafa horft á Mannamál, Silfur Egils og allt annað sem ég hef komist yfir til að fylgjast með ástandinu að ég hef sjaldan haft jafn mikið álit á stjórnarmönnum stjórnarandstöðunnar. Ég gat ekki séð að þeir væru að ota sínum flokk neitt sérstaklega að núna enda skiljanlegt að þar sem það sitja allir við sama borð núna. Núna horfa menn fram á það að standa skuli vörð um fólkið og atvinnu í landinu. Það skal þó tekið fram að ég hef ekki aðhyllst neinn stjórnmálaflokk undanfarin ár.
Ég hef hingað til verið hliðhollur ESB aðildar og evrutöku en ég er ekkert svo viss lengur. Ef að allt er að fara fjandans til í heiminum, ekki bara á Íslandi, er þá ekki best fyrir okkur Íslendinga að beina öllu fjármagni inn á við og huga að eigin rassi. Auka umsvif í land og sjávarútvegi og standa vörð um þær auðlindir sem að við eigum hérna heima á skerinu? Þannig að þegar ástandið er gengið yfir þá sitjum við enn að miklum fjársjóði sem verður eftirsóttur um allan heim. Ég tel að evruupptaka sé ekki gáfuleg á meðan gengi krónunnar er svo lágt að við myndum tapa öllu okkar með henni. Að opna landið og landauð meira sé ekki sniðugt upp á framtíðina að gera.
Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar geti leyst þennann vanda sem hefur valdið þjóðarangist undanfarna daga og vikur og róað taugar okkar landsmanna. Einnig vona ég að þessir sömu menn sjá sóma sinn í að leyfa okkur að fylgjast með gangi máli. Annað væri bara ekki sanngjarnt.
Víðtækar heimildir til inngripa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 09:12
Buhuhu ... grát, grát ...
Og hvað er svo alvarlegt að við, lýðurinn, fáum að vita hvað gerist á ríkisstjórnarfundum. Persónulega hélt ég að þetta væri líðveldi og því sé ég ekkert að því að við fáum að fylgjast með. Ekki bara að bíða hljóðlaus þangað til að einhverjir karlar sem ramba þarna inn segi okkur hvað á að gera.
"Ég hef nú setið miklu fleiri ríkisstjórnarfundi heldur en þið" blablablablabla .... síðast þegar ég vissi þá var þetta ekki einhver typpastærðarkeppni.
Alla vega fyrir mitt leiti þá er ég guðs lifandi feginn að við fáum að vita sem flest sem gerist þarna því að það er ekki sanngjarnt fyrir lýðveldi að stjórnarmenn sitji að baki læstra dyra eins og sóðakallar á Goldfinger og segi ekki frá því sem gerist. Þau ættu að funda fyrir opnum dyrum þannig að við sjáum hvers konar fólk, gáfulegt eður ei, við kusum til stjórnar.
Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2008 | 05:28
Skyr og slátur takk.
Hræðilegt ástand vægast sagt. Vonandi veldur þetta ekki um of múgæsingi en rétt er það að ef fólk vill kaupa erlendar vörur á mannsæmandi verði þá er rétti tíminn núna. Mæli þó bara með að fólk hamstri þurrvörur eða niðursoðið. Eldhúsið væri farið að lykta furðulega ef fólk myndi kaupa 40kg af dönsku broccoli.
Það eina sem að maður vonast eftir að komi gott út úr þessu ástandi er að íslensk framleiðsla á öllum sviðum fái vítamínsprautu í rassinn enda er það eini matvælamarkaðurinn sem hægt er að treysta á núna á þessum síðustu og verstu tímum.
Já nú er tíminn til að breyta matarræði heimilana. Hættum að gefa krökkunum Cheerios eða Cocoa Puffs og tökum fram skyrið, súrmjólkina eða hafragrautinn. Tökum slátur og notum alvöru vambir á ný. Íslenskir matvælaframleiðendur ættu að geta blómstrað í ástandinu. Vona bara að það verði boðið upp á meira en skyr og súkkulaði í matvöruverslunum klakans.
Ótti gripur um sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 04:42
Sjóræningjafetish?
Þetta er nú meiri vitleysan. Það er ekki nóg að aumingjans konurnar þarna þurfi að hylja allt nema augun, nei, það er of þokkafullt. Nú má bara sjást í annað augað. Þessi maður kann ekki gott að meta. Allir heilvita karlmenn vita að kvennlíkaminn er eitthvað það fallegasta sem fyrirfinnst. Það eina sem mér dettur í hug að hann sé að fara með þessu er að maðurinn er með einhverskonar sjóræningjafetish. Kannski hann hafi verið að horfa á Pirates?
Ég vil meina að ef að þessum ösnum finnst svona hræðilegt að það sjáist í eitthvað meira af kvennkyninu heldur en annað augað þá eigi þeir bara að ganga sjálfir með "blindfold" í staðinn fyrir að setja konunum alltaf einhverjar hömlur.
Konur hylji allt nema annað augað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)